Hörður Orri Grettisson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir höggið hafa verið mikið þegar örlög Verslunarmannahelgarinnar lágu fyrir. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta var erfitt að horfast í augu við. Maður er vanur því að þessi síðasta vika fyrir Þjóðhátíð sé mjög krefjandi en það er ljósið við enda ganganna sem heldur manni gangandi og verðlaunar mann að lokum. Þetta var bara ákveðið áfall eða sorgarferli sem þurfti bara að vinna sig út úr og lítið hægt að gera til að bregðast við stöðunni.“
Hörður segir þó að þessi niðurstaða hafi ekki komið mönnum alveg í opna skjöldu. „Eftir því sem leið á vikuna örlagaríku þá horfðum við á stöðuna versna í þjóðfélaginu og vorum farin að vinna í ákveðnum lausnum. Við vorum komin í samband við aðila sem treysti sér til að greina fimmtán þúsund sýni á covid-prófum tveimur dögum. Vinna við útfærslu á því var í fullum gangi þegar ákvörðunin var tekin fyrir okkur og vopnin slegin úr höndunum á okkur.“ Nánar er rætt við Hörð um undirbúninginn sem að engu varð, áfallið og stöðuna sem upp er komin í nýjasta tölublaði Eyjafretta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst