Aðeins um netagerð
26. febrúar, 2022
Netagerðarmenn að störfum.
Guðni Hjörleifsson

Árið 1979 byrjaði ég að vinna hjá Netagerð Ingólfs. Ég fór á samning, kláraði námið og náði mér í meistararéttindi og fékk að kalla mig netagerðarmann.

Eftir nokkur ár í netagerð ákvað ég að prófa aðra hluti og við tóku nokkur ár þar sem ég reyndi fyrir mér í skemmtanabransanum, sjómennsku og múrverki í anda pabba heitins. Árið 1993 eða fyrir nær 29 árum lá svo leiðin aftur í veiðarfærin og hef ég haldið mig þar síðan. Ég fór að vinna fyrir Magga Kristins hjá Berg Huginn og fylgdi fyrirtækinu yfir til Síldarvinnsluna þegar þeir keyptu það árið 2012. Það má því segja að ég sé með yfir þrjátíu ára reynslu á þessu sviði. Á þessum þrjátíu árum hef ég verið duglegur við að viðhalda minni þekkingu á botntrollum, hef kynnt mér nýjungar, farið á ráðstefnur og unnið í þróun á veiðarfærunum.

Upp á síðkastið hef ég verið svolítið hugsi yfir því hvert greinin stefnir og oft hef ég áhyggjur af stefnunni. Þessar pælingar fengu síðan meiri byr þegar ég fór austur á Neskaupsstað um daginn til að vinna í loðnunót. Ég fór ásamt þremur skipverjum af Vestmannaey VE 54. Ég hef tileinkað mitt starf í vinnu við botntroll og því var góð tilbreyting að komast í nótnavinnu eftir 40 ára pásu. Mikið var í húfi enda loðnuvertíð komin á fullt og nauðsynlegt að koma nótinni í lag á góðum tíma, en í þessum aðstæðum eru vinnudagarnir langir sem hífa upp laun þeirra sem vinna við þetta. En það sem vakti athygli mína þarna var að þegar litið var yfir mannskapinn, þá var þarna töluvert af fólki sem eru að komast á aldur. Það er nefnilega því miður allt of lítil endurnýjun í greininni að mínu mati. Ástæðurnar eru margvíslegar og spila launin eflaust þar inní. Ég sjálfur varð hugsi og fór að spá hvort ég hefði kannski valið vitlaust. Hefði ég kannski átt að fara í aðra iðngrein? Einhverja sem bauð upp á meiri möguleika? Ég hefði t.d. alveg getað haft metnað í að klára múrarann. Þá hefði ég haft möguleikann á að stjórna mínum tekjum meira, starfað undir einhverjum, starfað sjálfstætt eða jafnvel gerst atvinnurekandi með nokkra menn í vinnu. Í netagerðinni eru litlir sem engir möguleikar á slíku. Vissulega eru netaverkstæðin stór og glæsileg, en launin þurfa að fylgja til að viðhalda metnaðinum fyrir starfinu.

Eftir því sem ég kemst næst þá eru 11 netagerðarmenn starfandi í Vestmannaeyjum í dag. Yngsti er 51 árs, næst yngsti er 52 ára en restin er komin yfir 60. Því miður held ég að þetta sé langt frá því að vera einsdæmi hér í eyjum. Að vísu eru töluvert fleiri sem hafa lært iðnina, en það er að stórum hluta stýrimenn, skipstjórar og aðrir sem ætla að nýta sér menntunina þegar þeir nálgast aldur og ætla að eyða síðustu árunum á vinnumarkaðinum í landi (og ekki lækkar meðalaldurinn við það). Ég tel því vera nokkuð augljóst að tími sé til kominn hjá atvinnurekendum og útgerðum að horfa í eigin barm og grípa til margvíslegra og markvissra aðgerða til að auka nýliðun í stéttinni. Þetta þarf að gerast fljótlega til að missa ekki þekkinguna sem nú þegar er til. Því ef ekkert verður gert er hætt við að þekkingin og fagmennskan sem er í greininni í dag tapist, þekking sem tekur mörg ár að vinna sér inn og lærist ekki á nokkrum árum. Ég vona innilega að allir aðilar átti sig á þessu áður en það gerist og greinin endi í öngstræti þekkingarleysis og vankunnáttu.

Með vinarkveðju. Guðni Hjörleifsson.
Netagerðarmeistari (Veiðafæratæknir eins og það kallast í dag)

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst