Skipstjóri Herjólfs, sem var uppvís að því fyrr á árinu að sigla án atvinnuréttinda, og Herjólfur ohf. hafa komist að samkomulagi um starfslok. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við mbl.is.
Skipstjórinn og Herjólfur ohf. komust aftur á móti að samkomulagi um starfslok sem voru tilkynnt starfsmönnum á fundi. Spurður að því hvers vegna til starfsloka hafi komið núna en ekki um leið og málið komst í ljós sagðist Hörður í samtali við mbl.is, ekki vilja tjá sig um það en sagði þó að um væri að ræða erfitt mál.
Að sögn Harðar hefur félagið skerpt á verklagsreglum sem voru þegar til staðar en hafi ekki reynst nægilega góðar. Reiknar Hörður með því að þetta endurtaki sig ekki aftur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst