Forsala miða á Þjóðhátíð 2022 hefst í dag klukkan 9:00 á dalurinn.is. En tilkynnt hefur verið um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár en fram koma Bríet, Bubbi Morthens, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur og Flott, auk hljómsveitarinnar Hipsumhaps sem spilar á hátíðinni í fyrsta sinn en rætt er við meðlim sveitarinnar á vef fréttablaðisins.
Uppfært: Forsölu frestast til kl 10:00 vegna villu hjá SaltPay,
Upplýsingar til félagsmanna:
Til að kaupa félagsmanna miða er smellt á Valmynd og þar inná “Mitt svæði”. Þar þarf að auðkenna sig inn með rafrænum skilríkjum áður en kaupferlið hefst
Á sama tíma opnar einnig fyrir bókanir í Herjólf til Vestmannaeyja þjóðhátíðarvikuna. Um er að ræða dagsetningarnar 27.júlí til og með 3.ágúst. Siglingaáætluna má finna hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst