Gerum góða heilbrigðisþjónustu betri
9. maí, 2022

Rík af mannauði í Eyjum
Við sem Eyjamenn erum vön því að standa í endurtekinni hagsmunagæslu og eigum það þar af leiðandi til að tala niður ýmsa þjónustu í bænum. Dæmi um slíkt er heilbrigðisþjónustan, það er vissulega margt sem hefur farið aftur á undanförnum árum eins og til dæmis lokun skurðstofunnar, og það er margt sem mætti bæta og efla. Við megum samt ekki gleyma því hvað við eigum hér flott sjúkrahús, heilsugæslu og hjúkrunarheimili og erum rík af mannauði.

Vel menntað heilbrigðisstarfsfólk
Á HSU í Vestmannaeyjum starfar ótrúlega mikið af flottu heilbrigðisstarfsfólki sem margt hvert er með viðbótarmenntun og hefur mikinn metnað í starfi. Ef að sjúkradeildin er tekin sem dæmi þá starfa þar núna 20 hjúkrunarfræðingar og þar af er helmingurinn með viðbótarnám, ásamt um það bil 20 sjúkraliðum. Þar starfa einnig 2 lyflæknar sem hafa hér fasta búsetu ásamt nokkrum læknum sem að koma hingað reglulega að leysa af. Það hefur meira að segja verið eftirsótt að koma hingað í afleysingar því hér er mikil fjölbreytni, starfsandinn góður, nú og náttúran og samfélagið einstakt. Sjúkradeildin er ein af fáum deildum á landinu sem er ekki að glíma við manneklu eins og er, enda hefur verið mikið af ungu fólki að flytja aftur heim og starfsumhverfið aðlaðandi. Sjúkrahúsið er líka mjög vel búið af landsbyggðarsjúkrahúsi að vera og hér er boðið upp á ýmsa þjónustu, hvort sem að hún er veitt á staðnum eða í gegnum fjarbúnað.
Að starfa á sjúkrahúsi á eyju krefst mikillar útsjónarsemi, færni, samvinnu og kunnáttu. Við þurfum oft að bíða lengi eftir sjúkraflugi og þá reynir á alla okkar þekkingu og lausnamiðaða hugsun á meðan.

Tækifæri til að auka þjónustuna
Nú er tækifæri til að auka þjónustu hér enn frekar og til að bæta öryggið þurfum við sjúkraþyrlu staðsetta á suðurland. Þetta er verkefni sem að Sjálfstæðisflokkurinn kom af stað en var sett á bið eins og svo margt annað í Covid. Nú eigum við hins vegar þingmann í fjárlaganefnd sem var einn af þeim sem að byrjaði verkefnið og munu okkar fulltrúar hér halda áfram góðri samvinnu við hann og þrýsta á þetta verkefni líkt og þeir hafa gert undanfarið kjörtímabíl. Mikilvægt er að þyrlan sé staðsett í Vestmannaeyjum til að stytta viðbragðstíman. Aukið öryggi lokkar líka frekar að fólk til búsetu hér og þetta verkefni myndi einnig laða að sérhæft heilbrigðisstarfsfólk.  

Sjúkraliðanám í FÍV
Einnig langar okkur að minnast á sjúkraliðanámið í FÍV, en þar stunda nú 31 einstaklingur nám á sjúkraliðabraut. Það er gríðarlega verðmætt fyrir HSU og Vestmannaeyjar að þetta nám standi til boða í okkar heimabyggð og leyfum við okkur að fullyrða að helmingurinn af þeim sem nú stunda námið hefðu ekki farið í það ef að það væri ekki kennt hér í Eyjum. Með þessu fáum við flotta sjúkraliða á stofnunina okkar og regluleg endurnýjun á sér stað og aukin þekking verður til. Sjúkraliðar eru þeir sem að standa næst sjúklingnum og skiptir góð menntun þeirra miklu máli.

Mikilvæg hagsmunagæsla
Við trúum því að það muni enginn stunda betri hagsmunagæslu fyrir Vestmannaeyjar varðandi heilbrigðismál en Sjálfstæðisflokkurinn, enda með flesta þingmenn og ráðherra á þingi og eru frambjóðendur okkar nú þegar í góðu samstarfi við þá. Við verðum að halda áfram að standa vörð um þjónustuna okkar og láta í okkur heyra, en gleymum ekki heldur því sem vel er gert – því hér eigum við heima.

Ragnheiður Perla Hjaltadóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrum formaður Eyverja

Sonja Isabel Ruiz sjúkraliði og heilsunuddari

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst