ÍBV-konur eru á fljúgandi siglingu þessa dagana. Eru í fjórða til fimmta sæti Bestudeildarinnar með tíu stig ásamt Stjörnunni eftir sex umferðir. Unnu Breiðablik úti í fimmtu umferð, 0:1 og Þór/KA heima, 4:3 í þeirri sjöttu.
Þá eru þær komnar áfram í Mjólkurbikarnum eftir 0:2-sigur á útivelli gegn Keflavík í dag. Fyrra markið var sjálfsmark en um miðjan síðari hálfleik gulltryggði Olga Sevcova sigur ÍBV.
Dregið er í átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun. Í pottinum eru Þróttur Reykjavík, KR, Stjarnan, Þór/KA, Selfoss, Breiðablik og ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst