Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar hefur stofnað minningarsjóð í hans nafni.
Gunnar var fæddur árið 1994 og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann greindist mjög ungur með taugasjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) sem hafði mikil áhrif á hans líf og lífsgæði. Hann lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein.
Það er því mjög viðeigandi að hópur á vegum “römpum upp Ísland” sé að störfum í Eyjum þessa dagana, en stefnt er að því að setja upp níu rampa víðsvegar í bænum á næstunni.
Áhugasömum er bent á heimasíðu minningarsjóðsins hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst