Meistari Andésar andar-leika á leið í hásætið í brúnni
5. október, 2022

Ég er að æfa fótbolta með Leikni í 6. flokki. Mér finnst líka rosalega gaman að fara með pabba mínum á sjóinn einu sinni á ári. Svo finnst mér bara gaman að leika mér með vinum mínum og vera í tölvunni.“

– Hvað langar þig til að gera í framtíðinni?

„Mig langar til að vera skíðakappi eða fótboltamaður eða bara hvort tveggja.“

Þessi orðaskipti áttu sér stað í apríl 2006 í viðtali Morgunblaðsins við Arnar Inga Kristgeirsson, átta ára sigurvegara í svigi á skíðamóti kenndu við Andrés önd í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.

Þannig voru fyrirheit snáðans þá en þegar á reyndi togaði sjórinn meira í hann en snjórinn. Arnar Ingi byrjaði sjómennsku sína á línubátnum Tjaldi SH árið 2015 og munstraði sig svo sem háseta á netabátinn Kap II VE árið 2017 um leið og faðir hans, Kristgeir Arnar Ólafsson, tók við sem skipstjóri á Kap II.

Nú hefur framtíðarleiðin verið mörkuð og blúndulögð. Arnar Ingi hóf í haust nám í Skipstjórnarskólanum sem heyrir undir Tækniskólann í Reykjavík. Hann útskrifast að fjórum árum liðnum að öllu óbreyttu og nýtur stuðnings í náminu frá Vinnslustöðinni í samræmi við samning sinn við fyrirtækið frá því í sumar. Vinnslustöðin hefur gert fleiri hliðstæða samninga við nemendur í skipstjórnar- eða vélstjórnarnámi sem er báðum aðilum í hag. Nemendum er léttur fjárhagslegur róður í náminu en Vinnslustöðin tryggir sér starfskrafta þeirra í tiltekinn fjölda ára að námi loknu. Arnar Ingi segir að þetta fyrirkomulag sé afgerandi mikilvægt fyrir sig.

„Ég hef ekki verið samfellt á Kap II frá 2017 heldur komið og farið og prófað að vinna í landi en það virkaði bara alls ekki fyrir mig.

Á sjónum er meira aðhald og agi, sem hentar mér betur. Í landi er svo auðvelt að tilkynna sig veikan að morgni, snúa sér svo til veggjar og kúra áfram. Menn komast ekki upp með slíkt úti á sjó.

Vissulega tók það mig tíma að ná almennilega áttum en ætli verði ekki að segjast að pabbi hafi komið okkur bræðrum báðum í skipstjórnarnámið, mér og bróður mínum, Einari Kristni sem er þremur árum eldri og starfar sem 2. stýrimaður á Samherjaskipinu Björgu EA-7. Pabbi benti okkur stöðugt á að mennta okkur á hvaða sviði sem væri en starfsvalið yrði alltaf okkar. Við ættum að velja á eigin forsendum en ekki hans.

Ég kynntist auðvitað sjómennskunni fyrst í túr með pabba á Valdimar GK. Þá var ég líklega sjö ára gamall. Ég var settur í uppþvottahanska og síðan beint út á dekk.“

– Pabbaáhrifin virðast í þínu tilviki vera býsna víðtækari en að taki til námsvalsins eingöngu því þið hafið verið lengi saman til sjós á Kap II. Hvernig gengur þér að lynda við pabba gamla sem skipstjóra?

„Afskaplega vel, það er bara geggjað að vinna með honum og við erum alltaf að atast eitthvað hvor í öðrum. Ég lít upp til hans og hef alltaf gert. Lítum við annars ekki alltaf upp til pabbanna á yngri árum?

Við erum mjög samrýmdir og hann er í raun og veru besti vinur minn.“

– Þegar þið leggið frá bryggju á Kap II, breytist pabbinn þá í „karlinn“?

„Það fer nú eiginlega eftir því í hvernig skapi ég er þá stundina. Stundum er hann „karlinn“, stundum „gamli“ en ætli hann sé ekki vanastur því að ég gargi á hann sem „Geira“ úti á sjó.“

Sonurinn er „góður stjórnandi með blússandi námsáhuga“

Kristgeir Arnar, skipstjóri á Kap II, segist hafa kynnt sjómennskuna fyrir sonunum tveimur ungum en lagt jafnframt að þeim að ákveða sjálfir framtíð sína á vinnumarkaði.

„Ég sagði alltaf við þá: Mér er sama hvað þið gerið í lífinu en fyrir alla muni menntið ykkur, synir sælir.

Báðir fóru þeir með mér fyrst á sjó sjö til átta ára gamlir en framhaldið varð einstefna hjá þeim eldri, Einari Kristni. Hann fór í skipstjórnarskóla að skíðaferlinum loknum og útskrifaðist 2019.

Arnar Ingi var óráðinn framan af en þegar hann ákvað að hefja skipstjórnarnám var það tekið með trukki. Ég hef aldrei fyrr skynjað svo mikinn námsáhuga hjá drengnum sem nú.

Áhugavert er líka að fylgjast með honum til sjós í seinni tíð því á daginn kemur að hann er mjög góður stjórnandi um borð. Það kemur sér vel síðar meir, bæði fyrir hann sjálfan og aðra.

Sjálfur er ég skipstjórasonur og fékk ungur að fara á sjó með pabba til að kynnast tilverunni þar. Hann sá hins vegar ekki fyrir sér neina framtíð í sjómennskunni fyrir son sinn og reyndi að koma mér ofan af því að leggja þetta starf fyrir mig en stjórnaði mér bara ekki í þeim efnum.

Ég fékk það í gegn að skrá mig sem háseta hjá pabba á Gullfaxa SH-125 og fór á sjó sem slíkur daginn eftir ferminguna. Hvorki hef ég séð eftir þeirri ákvörðun né litið nokkru sinni til baka því sjávarútvegurinn er svo heillandi og skemmtilegur starfsvettvangur.“

Skíðamennska og rokktónlist

Í upphafi þessarar samantektar er vitnað í upprennandi skíðamann og sigurvegara á Andrésar andar-leikunum. Óhjákvæmilegt er að fara fleiri orðum um skíðamennskuna í fjölskyldunni sem um er rætt. Þar er af mörgu og miklu að taka og má ekki seinna vera að nefna líka til leiks eiginkonu Kristgeirs Arnars, Ernu Pálmey Einarsdóttur. Þau hjón hafa bæði áhuga á skíðum og komu sonunum sínum tveimur á bragðið bráðungum, segir skipstjórinn.

„Strákarnir hófu ferilinn á bakinu á mér í Bláfjöllum átta mánaða gamlir og byrjuðu sjálfir að skíða þriggja ára og æfðu lengi með ÍR.“

Arnar Ingi segir að móðir sín hafi keppt á skíðum á sínum tíma og hún hafi ekki síður en pabbinn kveikt hjá sér skíðaáhugann.

„Ég stundaði skíðin til sautján ára aldurs og Einar bróðir þar til hann var tuttugu og eins árs. Við æfðum lengi vel hjá ÍR í Bláfjöllum en gengum síðan báðir í Skíðafélag Akureyrar og æfðum og kepptum fyrir það félag þar til skíðaferlinum lauk.“

Óhætt er að segja að bræðurnir Kristgeirssynir hafi verið margfalt meira en meðalmenn í skíðabrekkunum. Báðir voru þeir sigursælir á leikum Andrésar andar á Akureyri ár eftir ár en síðan unnu þeir ótal meistaratitla í svigi og stórsvigi og Einar Kristinn var á hátindi ferils síns í skíðalandsliði Íslands í alpagreinum. Hann keppti til að mynda bæði á Vetrarólympíuleikum í Sotsí í Rússlandi 2014 og á heimsmeistaramóti í alpagreinum í Vali í  Bandaríkjunum 2015.

Í ljósi þessa kemur eiginlega ekkert á óvart að svarið sé stutt, einfalt og skýrt þegar Arnar Ingi er inntur eftir því hvort hann rækti einhver hugðarefni til hliðar við sjómennskuna:

„Ég hef engin önnur áhugamál en þau að koma syni mínum á skíði og kveikja í honum skíðamennskubakteríuna. Sonurinn heitir Alexander Einar og er sex ára.“

 

Og svo er það rokkið.  Einar Kristinn og Arnar Ingi tóku foreldrana með sér til Englands í sumar til að sjá og heyra þýsku stórsveitina Rammstein á tónleikum. Sú upplifun var slík að þegar hefur verið bókuð ferð á tónleika Rammstein í maí 2023. Þá verður mamman heima, þetta verður hreinræktuð strákaferð.

Í millitíðinni fara feðgarnir til Hollands, á tónleika finnsku hljómsveitarinnar Nightwish. Þetta metalband, stofnað 1996, blandar saman klassískan óperustíl og þungt rokk í kröftugan kokkteil. Nightwish reyndi við Eurovision árið 2000 og komst alveg að þröskuldinum en ekki yfir hann, náði öðru sæti í forkeppninni í Finnlandi.

Lokaorðin á skipstjórinn á Kap II:

„Við feðgar erum mjög samrýmdir en það kom okkur foreldrunum samt dálítið að óvart þegar strákarnir fóru að draga okkur með sér á rokktónleika í útlöndum. Mikið lifandi skelfing er þetta annars gaman!“

Mynd: Feðgarnir á Kap II, Arnar Ingi Kristgeirsson og Kristgeir Arnar Ólafsson.

Af vef Vinnslustöðvarinnar – vsv.is þar sem sjá má fleiri myndir.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
PXL 20251104 095848596
7. nóvember 2025
20:00
Bókakynning í Eldheimum - Óli Gränz
Skemmtun
ludra
8. nóvember 2025
16:00
Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni
Skemmtun
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.