Arnar Breki með U21 til Skotlands
Arnar Breki Gunnarsson í leik með ÍBV. Ljósmynd: ÍBV

Arnar Breki Gunnarsson, sem sló í gegn með ÍBV í Bestu deildinni í sumar, hefur verið valinn í lokahóp U21 árs landsliðsins sem heldur til Skotlands í næstu viku og spilar vináttuleik við skoska U21 árs landsliðið. ÍBV greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær.

Arnar Breki hefur réttilega fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í sumar en hann hefur verið mjög góður í fremstu víglínu liðsins hvort sem það er í að hefja varnarleik liðsins eða að koma að mörkum.

Ásamt Arnari eru í hópnum margir leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum á borð við IFK Gautaborg, Rosenborg, CF Montreal, Örebro og NEC Nijmegen svo einhver séu nefnd.

Leikurinn fer fram þann 17. nóvember og hefst kl. 19:00

Nýjustu fréttir

Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.