Á meðan Valskonur gerðu jafntefli á móti Stjörnunni í Olísdeildinni sigraði ÍBV Hauka á heimavelli, 30:28 og eru Eyjakonur einu stigi á eftir Val sem eru á toppnum með 19 stig eftir ellefu leiki.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 10 mörk í liði ÍBV. Birna Berg skoraði 7, Elísa Elíasdóttir 5, Sunna 5, Sara Dröfn 2 og Ingibjørg Olsen 1.
Næsti leikur er á Selfossi næsta laugardag.
Mynd Sigfús Gunnar – Sigri fagnað í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst