Herjólfur siglir ekki meira í dag. Einnig hefur verið ákveðið að fresta för í fyrramálið þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
“Því miður falla niður siglingar seinnipartinn í dag vegna appelsínugulrar viðvörunar sem ríkir á Suðurlandi.
Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnar í huga.
Hvað varðar siglingar í fyrramálið, þá hefur verið ákveðið að seinka brottför Herjólfs um klukkutíma þar sem aldan á að fara niður þegar líða tekur á morguninn.
Áætlun Herjólfs er því sem hér segir þriðjudaginn 31.janúar.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og 17:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 12:00 og kl. 20:45.”