Þorskur, áhersla á aukin verðmæti

Það má heita ótrúlegt, að þrátt fyrir aflasamdrátt upp á heil 28 þúsund tonn, bendir allt til þess að útflutningsverðmæti þorskafurða hafi aukist í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Radarinn. Þó að þorskaflinn hafi ekki verið minni frá árinu 2014 stefnir í að árið 2022 verði eitt besta ár sögunnar þegar litið er til verðmætasköpunar þorskveiða.

Staðan í heimshagkerfinu, og þar með ástand á mörkuðum víða um heim, gegnir veigamiklu hlutverki í þeim efnum. Það þarf þó meira til þegar hámarka á verðmæti úr takmörkuðum afla. En ef svo fer fram sem horfir er ljóst að hærra afurðaverð gegndi stóru hlutverki og vóg upp aflasamdrátt og gott betur.

Til þess að skoða það nánar verður í dag og á næstu dögum stiklað á stóru um ýmis mál er varða vinnslu og útflutning á þorski. Við hefjum yfirferðina á helstu breytingum sem hafa átt sér stað frá árinu 2009. Hagstofan birtir í fyrramálið tölur um útflutning í desember. Þá kemur í ljós hversu miklu verðmæti þorskurinn skilaði í fyrra. Því verður fylgt eftir með samantekt á því helsta sem stóð upp úr á árinu 2022. Að lokum berum við stöðuna á Íslandi saman við stöðuna í Noregi, sem er ein helsta samkeppnisþjóð okkar. Þá kemur í ljós hvort Íslendingar eru á réttri leið.

Þetta og miklu meira á radarinn.is

Nýjustu fréttir

Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.