Einar Björn hefur verið á samningi hjá Grími Gíslasyni matreiðslumeistara í fjögur ár en Grímur rekur eins og kunnugt er matvælafyrirtækið Grím kokk og Veisluþjónustu Gríms. �?Með vinnu hér í Eyjum hef ég stundað Hótel- og matvælaskólann sem er starfræktur í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi. �?g hef farið mikið á milli í vetur og unnið í bænum líka,�? sagði Einar Björn en hann tók lokapróf á haust- og vorönn og var hæstur yfir skólann.
Einar Björn var á samningi hjá Sigga Hall matreiðslumeistara þegar hann var í Reykjavík og vann líka á Argentínu steikhúsi. Einar Björn var í framhaldinu spurður hvort það væri ekki erfitt að komast á samning hjá eins þekktum matreiðslumeistara eins og Sigga Hall.
�?�?etta þróaðist bara svona. Siggi var hérna í tengslum við Shellmót. Grímur hringdi í mig þegar ég var vinna uppi í Höll og sagði mér að Siggi kæmi til að steikja hamborgara fyrir liðið sem hann var með. �?g hélt að Grímur væri að grínast en svo mætti hann og fór að steikja. �?g var að undirbúa veislu og við fórum að spjalla saman og það endaði með því að hann bauð mér samning.�?
Nánar er rætt við Einar Björn og sömuleiðis við Ágústu Huldu í Fréttum sem koma út í dag, fimmtudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst