Herjólfur mun, ef áætlanir ganga eftir sigla seinni ferð mánudagsins frá Þorlákshöfn, til Vestmannaeyja en farið verður frá Þorlákshöfn 19:15. Þetta kemur fram á heimasíðu skipsins en Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi sína síðustu ferð í Landeyjahöfn í gærkvöldi en skipið hélt síðan rakleiðis vestur.