Úgandamaðurinn Abel Dhaira verður að öllum líkindum áfram í markinu hjá ÍBV. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, sagði við Fótbolta.net að það væri nánast frágengið. Abel átti mjög gott tímabil og var valinn á bekkinn í úrvalslið ársins í Pepsi-deildinni á Fótbolta.net.