Hvað er að frétta? Herjólfur upp á punt! �?tlum við að láta bjóða okkur þetta ástand í samgöngumálum okkar, samgöngur sem færst hafa 40 ár aftur í tímann? �?tlar enginn að gera neitt?
Okkur er sýndur fingurinn, okkur varðar ekkert um málið, það segir nánast enginn neitt og engar fréttir að hafa. �?að virðist vera full ástæða til að upplýsa þá sem með ferðina fara að það er mikil reiði í bænum ekki síst yfir þeirri þögn sem ríkir um framgang mála. Reyndar getur skýringin verið sú að það er ekkert að gerast og því engar fréttir að hafa. �?að má vel vera ástæðan og ef andinn sem ríkir á fundum er í samræmi við orð samningsfulltrúa undirmanna á Herjólfi, að honum lægi ekkert á og væri alveg til í að dingla við þetta fram á sumar, þá á öllum að vera ljóst að það þarf að koma þeim manni frá borðinu. Hann er ekki að vinna fyrir sína umbjóðendur og er alveg til í að dingla við að halda þessu byggðarlagi í gíslingu.
Eftir því sem mér skilst þá eru kröfur undirmanna sumar hverjar þær að kjör þeirra verði færð til samræmis það sem gerist á Íslandi. Að eftir 8 stunda vinnudag, ekki 9 stunda, teljist vinna eftir það yfirvinna og sú vinna með 80% álagi á dagvinnuna en ekki 30%. �?að hjóta allir að sjá að þessar kröfur eiga ekki að þvælast fyrir mönnum, svo sjálfsagðar eru þær. �?ðrum kröfum hefur maður frétt af, en þær eru að greitt verði fyrir aukið álag vegna fækkunar í áhöfn og kröfur um sjómannaafslátt, sem ég hef alltaf talið rangnefni, um er að ræða dagpeninga eða staðaruppbót vegna fjarveru frá heimili við vinnu sína eins. Um það má deila fyrir þá sem koma í heimahöfn á hverjum degi.
�?að má alveg vera ljóst að þessa deilu verður að leysa sem fyrst, ganga á strax að kröfum um sambærileg laun og launauppgjör og gerist á Íslandi, annað má þrefa um, en í guðanna bænum undirmenn á Herjólfi, sendið einn af ykkur á sáttafundina, þar er fyrir maður sem ykkar fulltrúi, sem ég treysti ekki, lái mér hver sem vill.