Að flytja til Eyja er besta ákvörðun sem ég hef tekið
30. janúar, 2015
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur séð um að verja mark knattspyrnuliðs ÍBV síðustu þrjú árin, en nú er komið að leiðarlokum. Næsti viðkomustaður Bryndísar er Noregur, en á næsta tímabili mun hún leika með 1. deildarliði Fortuna. �?að er eftirsjá í Bryndísi Láru sem ekki aðeins lék hér með ÍBV, hún stundaði nám við Framhaldsskóla Vestmannaeyja og útskrifaðist sem stúdent fyrir áramót.
Bryndís Lára er 24 ára gömul, fædd og uppalin á Kúfhól í Austur-Landeyjum. ,,�?g byrjaði á því að spila með KFR sem fór síðan í stutt samstarf við �?gi í �?orlákshöfn. Síðan lá leiðin í Val í nokkur ár sem voru mjög lærdómsrík. Að lokum stutt stopp í Breiðablik áður en ég færði mig í ÍBV,�?? sagði Bryndís Lára, en hún ákvað að koma til Eyja til að skipta um umhverfi og hefja fótboltaferilinn að alvöru.
Fyrstu kynni hennar af Eyjunum voru ekki frábær að hennar sögn en hún hugsaði oft fyrstu vikurnar hvort hún ætti ekki hreinlega a stinga af til Reykjavíkur. �??�?g kom í janúar eða febrúar og byrjaði að vinna í Vinnslustöðinni. �?g var komin í allt annað umhverfi en ég var vön að vera í og fannst þetta satt að segja bara ömurlegt.�?? Bryndís ákvað þó að gefast ekki upp á Eyjum alveg strax og ákvað að skipta um vinnu.
Hafnarvörðurinn Bryndís Lára
�??�?egar ég sagði foreldrum mínum að ég væri að flytja til Eyja voru þau bæði voða kát með það. Pabbi var á sjó þarna í �??denn�?? og eina sem hann sagði var; gangi þér vel, það er frábært fólk þarna en samfélagið er frekar lokað svo það er erfitt að komast inn í það. �?g fann það síðan sjálf eftir nokkrar vikur í Vinnslustöðinni, að vera með peltor á hausnum allan daginn og fara síðan á æfingar var líklegast ekki besta aðferðin til þess að komast inn í samfélagið.
Vinur minn úr Eyjum benti mér á að sækja um sumarvinnu á höfninni og lofsöng það starf. �?g gæti verið úti í góða veðrinu að mála allt sumarið og binda Herjólf. �?etta væri nú ekki flókið, ég veit eiginlega ekki enn þann dag í dag hvort hann hafi verið að grínast í mér eða ekki. En ég talaði nokkru sinnum við Svenna Valgeirs og fékk vinnuna á endanum.�??
Fyrsti dagur Bryndísar Láru í starfi hafnarvarðar var skrautlegur og þurfti hún að hugsa sig vel um hvort að hún myndi mæta næsta dag. �??Körlunum brá heldur mikið að sjá mig fyrsta daginn. Stelpurassgat úr Landeyjum sem vissi nákvæmlega ekkert um sjómennsku, höfnina né Vestmannaeyjar. �?g reyndi að brosa mínu breiðasta þennan dag og segja sem allra minnst. Með von um að ég færi að mála bryggjukanta og vera sæt á höfninni var drifið í því að finna á mig samfesting, skó með stáltá og hanska takk fyrir kærlega. �?arna hugsaði ég -jæja hér mun ég alla vega ekkert veiða í mitt troll.
Næst var farið í Skipalyftuna því Suðurey var á leið í slipp. �?ar var mér boðið kaffi í notaðan og einn skítugasta kaffibolla sem ég hef á ævi minni séð. �?g þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja nei og drakk þetta ógeðslega kaffi.
Allt í einu var ég komin með öryggishjálm á hausinn sem var með heyrnaskjólum og mikrafóni. Svo var mér réttur smá trékubbur með bandi í og beðin um að setja hann á milli skipsins og bryggjukantsins ef ske kynni að skipið færðist til og færi á kantinn.
Hvernig átti þessi trékubbur að koma í veg fyrir stórskemmdir á skipinu?,�??hugsaði Bryndís með sér. �??Átti ég að bera ábyrgð á því? Á þessum tímapunkti var sirka korter í yfirlið hjá minni. Til að bæta gráu ofan á svart þá voru þeir stöðugt að tala í þessi heyrnaskjól um eitthvað sem ég skildi ekkert í. �?egar þeir beindu síðan spurningunum til mín fann ég það út að besta svarið við öllum þessum spurningum væri; -Jáá, ætli það ekki bara.
Eftir þennan fyrsta dag þá hugsaði ég mig oftar en tvisvar um hvort ég ætti að mæta næsta dag. �?á var ég hins vegar mætt og hef ekki geta slitið mig frá þessum stað síðan,�?� sagði Bryndís Lára, en pabbi hennar fékk ófá símtölin frá henni þegar Bryndís Lára skildi ekki alveg um hvað karlarnir á höfninni voru að tala.”

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst