Takk elsku Guðný systir fyrir áskorunina. �?g ætla að bjóða upp á grillaðar kjúklingabringur sem eru mjög vinsælar á mínu heimili.
Kryddlögur
1 dós hrein jógúrt
2 matsk. Tandon krydd
2 stk. hvítlauksrif
2 matsk. matarolía
3 matsk. púðursykur.
Kjúklingabringur settar út í og látnar vera í leginum í lágmark 3 tíma áður en þær eru grillaðar.
Ofnbakaðar kartöflur
Skrælið venjulegar kartöflur og sjóðið í tíu mínútur. Stillið ofninn á 190 gráður. Setjið smjör í botninn á eldföstu móti og setjið kartöflurnar í og veltið upp úr smjörinu. Bakið í 30 mínútur.
Á meðan skerið þið niður ferskt rósmarín og hvítlauk og setjið í skál ásamt olíu, salti og pipar. Kartöflurnar teknar úr ofninum, aðeins kramdar og kryddblandan sett yfir og bakað áfram í 20 til 30 mínútur. Borið fram með fersku salati og góðri sósu, kaldri eða heitri.
Crepesdeig, sex kökur
Ef ekki er grillveður er fínt að skella í crepes.
�?� 2 bollar hveiti
�?� 1 ½ bolli mjólk
�?� ½ bolli vatn
�?� 3 egg
�?� 2 matsk. sykur
�?� 2 matsk. smjör, bráðið
�?� smá salt.
Bakað á pönnu, aðeins stærri en pönnukökupanna.
Á milli.
�?� Ostur
�?� soðin hrísgrjón
�?� rauð paprikka
�?� púrrulaukur
�?� niðurskorin skinka
�?� stökkt beikon
�?� krydd eftir þínum smekk
�?� slatti af hvítlauks- eða
sinnepssósu.
Verði ykkur að góðu. �?g ætla að skora á Huldu Sæland þar sem ég veit að það eru flottar uppskriftir í hennar kokkabókum.