Árni Johnsen, alþingismaður, varð fyrir því óhappi í gærkvöldi, að velta bíl sínum í mikilli hálku við Litlu kaffistofuna. Mun bíllinn hafa farið nokkrar veltur og er talsvert skemmdur. Árni var lagður inn á sjúkrahús eftir velturnar og dvaldi þar s.l. nótt. Hann mun vera óbrotinn, en allur lurkum laminn og marinn.