Aðstæður við Landeyjahöfn í dag voru ekki nógu góðar fyrir sanddæluskipið Skandia. Skipstjóri Skandia fór með hafnsögubátnum Lóðsinn að Landeyjahöfn í dag til að kanna aðstæður. Ölduhæð er um tvo metra núna í Landeyjahöfn en samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta koma hins vegar stórar fyllingar öðru hverju sem gerir það að verkum að ekki er hægt að vinna við dælingu eins og er.