Siglingastofnun segir, að með tilliti til öryggissjónarmiða og þess rysjótta tíðarfars, sem nú ríki, geti stofnunin ekki fallist á opna Landeyjahöfn fyrir farþegasiglingum annarra skipa en Herjólfs. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, og Hermanni Guðjónssyni, siglingamálastjóra, bréf þar sem farið er fram á að sérleyfi Herjólfs til siglinga í Landeyjahöfn verði aflétt og að smærri skipum verði gefinn kostur á að sigla milli hafnarinnar og Vestmannaeyja með farþega.