„Þegar litið er yfir feril Karls Vignis Þorsteinssonar eins og honum er lýst í Kastljósi er samkennd með þolendum afbrota hans okkur í kirkju aðventista efst í huga. Það er augljóst að kirkjan og íslenskt samfélag í heild hafa brugðist þessum einstaklingum og fjölskyldum þeirra og viljum við fyrir hönd kirkjunnar biðjast innilegrar fyrirgefningar,“ segir í yfirlýsingu frá Kirkju sjöunda dags aðventista vegna kynferðisbrota Karls Vignis Þorsteinssonar, sem meðal annars áttu sér stað þegar hann starfaði innan trúfélagsins.