�?lubakki og Gísli Johnsen VE 100
26. nóvember, 2013
Samgöngumál eru Eyjaskeggjum að vonum mjög hugleikin. Samgöngur við Eyjar löngum verið mjög brösugar og sumir þeir farkostir sem notaðir voru til ferða milli lands og Eyja á árum áður, þættu í dag vart boðlegir. Til margra ára sigldi m.b. Gísli Johnsen VE 100 milli Eyja og Stokkseyrar. Hann var mældur 32 tonn. Á byggðasafninu er líkan af þessum bát sem var í eigu Sigurjóns Ingvarssonar en er nú í eigu Sagnheima. �?ar er líka að finna ælubakka sem notaður var þegar báturinn sigldi milli Eyja og Stokkseyrar. Merkilegur gripur sem vert er að skoða.

Um bátinn Gísla Johnsen VE 100 segir Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð í bók sinni Íslensk skip:
,,Smíðaður í Svíþjóð 1939. Eik. 25 brl. 110 ha. June Munktell vél. Eig. Guðlaugur Brynjólfsson, Vestmannaeyjum, frá 13. mars 1939. Báturinn var lengdur í Vestmannaeyjum 1941 og mældist þá 32 brl. Seldur 15. maí 1944 Sigurjóni Ingvarssyni og Jóni Sigurðssyni, Vestmannaeyjum og Páli Guðjónssyni, Stokkseyri. 1953 var sett í bátinn 170 ha Caterpillar diesel vél. Seldur 16. des. 1957 Ársæli Sveinssyni, Vestmannaeyjum. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 8. júní 1967.”
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst