Sjómannafélagið Jötunn og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna boða til almenns félagsfundar í Alþýðuhúsinu föstudaginn 28 desember kl. 17:00. Í fréttatilkynningun frá félögunum segir að kjaramálin verði í forgrunni fundarins ásamt öðrum málum sem upp koma. Ekki er að efa að fjörlega verða málin rædd ef að líkum lætur.