Nokkrir Eyjamenn héldu í vikunni upp í mikla ævintýraferð en þeir ætla að ferðast á mótorhjólum frá Reykjanestá, þvert yfir landið og enda á Langanesi sex dögum síðar. Alls eru þetta fimm dagleiðir, samtals um það bil 1.100 kílómetrar en í ferðinni eru 14 peyjar, m.a. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, Svavar Vignisson, íþróttakennari, Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri, Jarl Sigurgeirsson, tónlistarmaður, Vilhjálmur Bergsteinsson, vörubílstjóri, Sigurjón Andrésson, starfsmaður Sjóvá í Reykjavík og Sveinn Magnússon, sjómaður.