Hann sigraði í einstaklingskeppni WOW Cyclothon árið 2019 með miklum yfirburðum og sló fyrra met um rúmlega þrjár klukkustundir þegar hann lauk keppni á 52 klst og rúmlega 36 mínútum.
Hann hefur hjólað í frítíma sínum yfir Ísland, þvert og endilangt, og fer sjaldnast auðveldu leiðina, hann þekkir líklega hálendi Íslands betur en margir Íslendingar. Og það er honum að þakka að Fjaðrárgljúfur komst á kortið hjá okkur eftir að hann valdi það sem staðsetningu í tónlistarmyndbandi Justin Bieber.
Hann elskar íslenska æðruleysið sem honum finnst kristallast best í setningunni „þetta reddast”.
Hann og fjölskyldan hafa óvenjulega og órjúfanlega tengingu til Vestmannaeyja, en í sumar settu þau af stað sögulega atburðarás sem leiddi til fyrstu skírnar að hætti mormóna í Eyjum í hátt í 140 ár.
Bandaríski ævintýrmaðurinn Chris Burkard er í ítarlegu viðtali í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út 8. september.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst