Í framhaldi af umræðu um fækkun ferða Herjólfs til 1. maí nk. vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Við fjárlagagerð seint á síðasta ári var ljóst að skera þyrfti umtalsvert niður í samgöngumálum rétt eins og í öðrum málaflokkum. Í lok desember á síðasta ári samþykkti Alþingi fjárlög þessa árs. Í fjárlögum var kveðið á um 10% niðurskurð til samgöngumála. Við því varð að bregðast með niðurskurði á þjónustu og með ýmiss konar hagræðingaraðgerðum. Til að ná þessum niðurskurði er m.a. nauðsynlegt að fækka ferðum til Vestmannaeyja um tvær á viku á tímabilinu 1. janúar – 1. maí 2010. Niðurskurður til samgöngumála er því eins og fyrr sagði ákveðinn af Alþingi.