Flestir Eyjamenn klóra sér í hausnum þessa stundina yfir þeirri staðreynd að farþegaferjan Herjólfur siglir til Þorlákshafnar en ekki í Landeyjahöfn. Klukkan 17:00 sýndi vindmælir á Stórhöfða norð-austan einn metra á sekúndu og ölduhæð við Landeyjahöfn 1,6 metri, aðstæður sem öllu jöfnu væru ákjósanlegar. Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri Herjólfs segir hins vegar að einhverjar breytingar hafi orðið á höfninni þannig að ekki sé óhætt að sigla í hana við þessar aðstæður.