Svo langt síðan að ég skrifaði síðast og svo mikið búið að gerast, að ég leyfi mér að kalla þessa grein tæknileg mistök. Eins og alþjóð veit, þá var það bæði fyrrverandi og núverandi þingmaður úr Eyjum sem kom fyrst fram með þennan frasa, tæknileg mistök, en orðatiltækið lét hann hafa eftir sér eftir að hafa verið gripinn við þjófnað frá Íslensku þjóðinni, dæmdur sekur og stungið í steininn og hefur ekki enn séð ástæðu til að biðjast afsökunar á sínum tæknilegu mistökum.