Vandamál Landeyjahafnar eru þekkt. Höfnin er byggð á sandströnd og dýpi því ekki nægt fyrir djúpristar ferjur. Þetta var vitað. Það vandamál hefur hinsvegar undið upp á sig þar sem ferjan sem valin var til siglinga (Herjólfur) er vægast sagt óheppileg og dýpkunarskipið sem fengið var til verksins hefur ekki staðið undir væntingum. Þar að auki er aðkoma að höfninni erfið í mikilli ölduhæð. Skipstjórar á Herjólfi telja að eftir að hafa fengið umtalsverða reynslu af siglingum þess skips þá sé ekki óhætt…