Þegar Þórunn Sveinsdóttir VE 401 kom til Eyja á síðasta hausti, sagði Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður að stefnan væri að fiska fyrir einn milljarð á fyrsta rekstrarári skipsins. Nú er tæpt ári síðan skipið kom nýtt til Eyja og aflaverðmætið er komið í einn milljarð króna. Þetta kemur fram í Fiskifréttum sem voru að detta inn um bréfalúguna.