Herjólfur siglir eftir sjávarföllum á flóði til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun:
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00 (Sameinuð ferð 17:00 og 19:30). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 19:30 (Ferð kl. 20:45). Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 18:15 eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína, segir í tilkynningu frá skipafélaginu.
Þá segir að ef hægt verði að sigla aðra ferð seinna í kvöld, þá verður gefin út tilkynning þess efnis á miðlum Herjólfs um leið og það liggur fyrir.
Laugardagur 16.mars 2024
Herjólfur siglir eftir sjávarföllum á flóði til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun:
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:30 (sameinuð ferð kl. 07:00 og 09:30), 12:00, 19:30 (Sameinuð ferð 17:00 og 19:30), 22:00.
Brottför frá Landeyjahöfn kl.10:45, 13:15, 20:45 (sameinuð ferð 18:15 og 20:45), 23:15
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.
Hvað varðar siglingar fyrir sunnudag verður gefin út tilkynning í síðasta lagi fyrir kl. 06:00 á sunnudagsmorgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst