Fyrir átta árum tók núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna við stjórnvöldum í Vestmannaeyjum af Framsóknarflokknum og Vestmannaeyjalistanum. �?á logaði allt í átökum á milli meiri- og minnihluta. �?rír meirihlutar höfðu verið myndaðir á kjörtímabilinu á undan og traust almennings á bæjarstjórn var eðlilega lítið. Vestmannaeyjabær var eitt skuldsettasta sveitarfélag á landinu og íbúum fækkaði. �?jónustustig var nokkuð lágt og íbúar sjálfir óánægðir með búsetuskilyrði og bæjaryfirvöld.
Nú er staðan önnur, og betri. Núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins; Elliði, Páley, Páll Marvin og Gunnlaugur hafa snúið vörn í sókn svo eftir er tekið. Nú við lok kjörtímabils er staðan sú að Vestmannaeyjabær er eitt best rekna sveitarfélag á landinu. Nánast allar skuldir þess hafa verið greiddar upp auk þess sem skaðinn af ákvörðun V-lista og Framsóknarflokks um sölu og endurleigu á flestum fasteignum sveitarfélagsins hefur verið lágmarkaður með endurkaupum eignanna. Íbúum fjölgar stöðugt og eru nú nálægt 4300 talsins. Merkin má sjá víða og eru þau bæði stór og smá. Nýtt útisvæði sundlaugar, nýir búningsklefar við sundlaugina, nýtt fjölnota íþróttahús, uppbygging miðbæjar, endurbætur á fráveitu, endurgerð upptökumannvirkja hafnarinnar, endurbætur á leikhúsi, endurbætur á aðgengi fyrir fatlaða, bygging Sagnheima, bygging Eldheima, göngustígar víða um bæ, endurbætur á gatnakerfi og margt fleira má tína til. �?jónustustig sveitarfélagsins er með því sem best gerist á landinu öllu og ár eftir ár mælast íbúar nú meðal þeirra ánægðustu á landinu öllu. Framtíð Vestmannaeyja er björt en ekki má sofna á verðinum því það tekur ekki langan tíma að setja vel stætt sveitarfélag á hausinn, það sýna nýleg dæmi.
Eyverjar minna á einkunnarorð sín: �??Gjör rétt, þol ei órétt�?? og hvetja núverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks til að gefa áfram kost á sér til starfa fyrir sveitarfélagið.
Nú þegar líður undir lok kjörtímabilsins vilja Eyverjar þakka bæjarfulltrúum fyrir óeigingjörn störf fyrir samfélagið undanfarin átta ár. Eyverjar þakka bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks sérstaklega fyrir að hafa verið trú kjörorðum sínum fyrir kosningar árið 2010 og staðið vörð um Vestmannaeyjar með því að vera ætíð fyrst og fremst málsvarar Vestmannaeyja og Eyjamanna. Vestmannaeyjar þurfa á fólki eins og ykkur að halda.
Stjórn Eyverja
-samþykkt á aðalfundi félagsins 17. janúar 2014