Klukkan 17:00 höfðu 44,7% íbúa á kjörskrá í Eyjum kosið en alls eru 3027 á kjörskrá. 1353 þeirra hafa lagt leið sína inn í Barnaskóla til að greiða sitt atkvæði en kjörstaðurinn verður opinn til klukkan 22:00 í kvöld. Kjörsókn nú er heldur meiri en síðast þegar kosið var í sveitastjórnakosningunum en á sama tíma fyrir fjórum árum, höfðu 42,6% kjósenda kosið.