Aglow samvera í kvöld
Aglow Ads 2
Þóranna M. Sigurbergsdóttir ásamt Steingrími, eiginmanni sínum. Ljósmynd/aðsend

Aglow samvera verður í kvöld kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Við áttum góða kvöldstund í byrjun október þar sem konur sem fóru á Aglow ráðstefnu sögðu frá því markverðasta sem fyrir augu og eyru bar.

Á næsta fundi mun Þóranna M. Sigurbergsdóttir segja frá ferð sinni til Mið Asíu, en hún fór til Kirgistan og Úsbekistan í september. Það var margt sem kom á óvart. Mið-Asía er stórt landlukt svæði í Asíu. Svæðið er ekki skýrt afmarkað og ýmsar skilgreiningar notaðar. Á þessu svæði hafa lifað hirðingjaþjóðir og saga þess tengist náið Silkiveginum. Almennt er að telja Úsbekistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan, Kirgistan og Kasakstan til Mið-Asíu. Þóranna mun segja frá ýmsu sem hún sá og heyrði.

Eins og venjulega byrjum við á að fá okkur hressingu og eigum samfélag saman, syngjum og mun Þóranna segja frá og sýna myndir frá ferðinni. Allar konur eru velkomar og er alltaf gleðilegt að sjá nýjar konur koma.

Jólafundurinn verður 4. desember og janúarfundurinn verður 8. janúar, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.