Agnar Smári og Róbert Aron fóru illa með gömlu félagana

Valsmenn með þá Agnar Smára Jónsson og Róbert Aron Hostert heimsóttu Eyjarnar í kvöld í leik í Olís-deild karla. Það er greinilegt að þeim líður vel í Eyjum því þeir skoruð samtals 16 mörk í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks en þegar á leið voru Valsmenn heldur sterkari aðilinn. Staðan í hálfleik 14-16.

Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og voru komnir með sjö marka forskot um miðbik leikhlutans, 18-25. Tók þá við góður kafli hjá Eyjamönnum þar sem þér komu muninum niður í tvö mörk, 26-28. Tvær mínútur eftir og Valsmenn tveimur mönnum færri.

Nær komust Eyjamenn þó ekki og urðu lokatölurnar 28-30, Valsmönnum í vil.

Kári Kristján Kristjánsson og Theodór Sigurbjörnsson voru markahæstir í liði ÍBV með 5 mörk hvor. Aðri markaskorarar voru Hákon Daði Styrmisson – 4, Kristján Örn Kristjánsson – 3, Dagur Arnarsson – 3, Róbert Sigurðarson – 3, Sigurbergur Sveinsson – 2, Grétar Þór Eyþórsson – 1, Elliði Snær Viðarsson – 1 og Fannar Þór Friðgeirsson – 1.
Kolbeinn Aron Ingibjargarson varði 10 skot í marki Eyjamanna og Björn Viðar Björnsson 1.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.