Skynjun fólks á áhættu er mismunandi. Einn skynjar áhættu mikla í ákveðnum aðstæðum, en annar litla í sömu aðstæðum. Áhætta tengd fjárfestingum er margskonar og er enginn einhlítur eða altækur mælikvarði til á áhættu. Markaðs-, vaxta-, gjaldmiðla-, verðbólgu- og pólitísk áhætta eru dæmi um áhættur sem fylgja fjárfestingum. Sumir eru tilbúnir að taka mikla áhættu, aðrir ekki.
�?g hef síðastliðin 12 ár starfað í fjármálaheiminum. Byrjaði á gólfinu hjá Deloitte við endurskoðun árið 2006, hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 2011 og hef starfað við fjárfestingar frá árinu 2014. �?g hef rætt við stjórnendur og komið að rekstri fyrirtækja sem ganga misvel. �?g hef því mikla reynslu í því að greina áhættu tengda fjármálum. Mörg þessara fyrirtækja sem ekki ganga vel eiga það sameiginlegt að áætlanir fóru ekki eins og lagt var upp með. �?að gerðist eitthvað óvænt.
Fyrir bæjarfélag að leggja hlutafélagi sem rekur farþegaferju til 150 milljón króna stofnfé, þar sem helsta áhættan er Landeyjahöfn er í mínum huga ekki lítil áhætta.
Guðmundur Ásgeirsson
Höfundur skipar 4.sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.