Töframaðurinn Einar Mikael verður með áheyrnarprufur í Eyjum í næstu viku fyrir nýja sjónvarpsþætti sem sýndir verða á Stöð 2. Áheyrnarprufurnar fara fram fimmtudaginn 5. júní í Höllinni milli klukkan 16 og 17 og vonast Einar til að sjá sem flesta.
�??Við erum að leita að hressum krökkum sem vilja læra að gera ótrúlega hluti; það er öllum velkomið að koma og hitta okkur. �?að er ekki skilyrði að kunna töfrabrögð, við erum að leita að strákum og stelpum á aldrinum 6-15 ára. Ef þú kannt að töfra, leika, dansa og finnst gaman að koma fram og gleðja aðra þá viljum við hitta þig. Við munum velja einn strák og eina stelpu frá hverjum stað sem við heimsækjum og þau fá að taka þátt í Töfrahetjunum. Ungu hetjurnar, sem við veljum, verða síðan þjálfaðar af okkur og fá töfrahetjubúning, töfradót og verða gerðar að heiðursmeðlimum í töfrahetjuklúbbnum,�?? sagði Einar Mikael.
Um hvað eru þættirnir Töfrahetjurnar?
�?ættirnir eru troðfullir af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Í þáttunum fáum við einnig að sjá töfradýr sem geta gert alskonar fyndnar og skemmtilegar brellur. Við fáum líka að fylgjast með ævintýri tveggja ungra töfrahetja og leiðinni þeirra að taka þátt í sýningu aldarinnar með töfrahetjunum Einari Mikael og Viktoríu.
Töfrahetjurnar eru skemmtilegir fjölskylduþættir sem verða sýndir á Stöð
2 í haust.
�??Okkur hlakkar mikið til heimsækja þessa staði
Hægt er að skrá sig með því að senda email á
tofrahetjur@gmail.com – það sem þarf að koma fram er nafn, aldur, sími �?? einnig er hægt að skrá sig á staðnum þar sem prufurnar fyrir töfrahetjurnar verða haldnar.