Á tímabilinu maí til ágúst má segja að vertíð sé í ferðaþjónustu Vestmannaeyja. �?róunin hefur verið mjög jákvæð síðustu ár og var sumarið 2016 hápunktur og lítur út fyrir að sumarið í ár standi svipað. Páll Marvin Jónsson er formaður ferðamannasamtaka Vestmannaeyja og var hann með erindi á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í síðustu viku þar sem hann varpaði ljósi á ýmsar staðreyndir.
Hlutfall erlendra ferðamanna hefur aukist svo um munar síðustu ár og er það í takt við það sem er að gerast á landinu. En til Vestmannaeyja eru það íslenskir ferðamenn sem eru flestir þeirra ferðamanna sem koma hingað og á eftir þeim eru það Bandaríkjamenn, svo þýskir ferðamenn og því næst franskir. Ferðamennirnir eru samt sem áður ekki að stoppa nógu lengi hjá okkur því langflestir eru bara í eina eða tvær nætur.
Gistirými í Vestmannaeyjum eru alls 428 rúm. �?ar af eru hótelin með 131 rúm, gistiheimili 77 rúm, farfuglaheimili 20 rúm, smáhýsi 20 rúm, klefar 7 rúm og airbnb 140 rúm. En airbnb er nýr og ört stækkandi flokkur. Páll Marvin sagði að þessar tölur sýni að yfir háannatíma á sumrin er vöntun á hótelgistingu, sem sagt dýrari og vandaðri gistingu.
Í samtali við Gunnlaug Grettisson rekstarstjóri Sæferða sagði hann að með Herjólfi frá maí til ágúst ferðuðust alls 238.650 farþegar. Farnar voru 6 ferðir alla vikuna frá 15. maí. Að jafnaði fóru 175 farþegar og 30 bílar í hverri ferð sem er fækkun um 15 farþega og 4 bíla í hverri ferð miðað við árið á undan.
Með flugfélaginu Erni flugu frá maí til ágúst 8330 farþegar en það eru aðeins fleiri en flugu í fyrra sumar. �?skar Elías Sigurðsson starfsmaður hjá Erni sagði einnig að yfir sumarmánuðina fljúgi talsvert færri heldur en yfir vetramánuðina.
En vandamál ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum eru veturnir og spila þar inní samgöngur. En vonin er sú að á næstu árum breytist það.