Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Sótt var um tímabundna undanþágu svo ferjan gæti siglt á milli lands og eyja en henni var hafnað. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, undrast þessa ákvörðun Samgöngustofu en hann var í viðtali hjá Huldu og Hvata í
Magasíninu á K100.
�??�?g myndi alveg skilja að settar yrðu ákveðnar kröfur, til dæmis að ákveðin takmörk yrðu sett og að ferjan mætti ekki sigla í ákveðinni ölduhæð eða með ákveðið marga farþega eða eitthvað svoleiðis. En stjórnsýslustofnanir verða að gæta meðalhófs í framgöngu sinni og átta sig á því að ákvarðanir sem þessar geta valdið alveg gríðarlegum skaða.�??
Elliði sagðist ekki einu sinni hafa ímyndundarafl til að skilja þessa ákvörðun Samgöngustofu.
�??Af því að hafsvæði á milli Akraness og Reykjavíkur, sem verið er með skipið til tilrauna á, er hafsvæði C. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er líka hafsvæði C og hér er hugmynd um að gera tilraun hvernig þessi bátur kæmi út í svona flutningum með fólk á milli lands og eyja og vitað er að álagið verður þó nokkuð. Af hverju þá ekki að gera þá tilraun og nota þetta skip sem er í landi og eigendur vilja brúka?�??
Ekki fengust upplýsingar um ástæður þessarar synjunar hjá Samgöngustofu í dag en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild.