Ljóst er að nái innflutningsbanns Rússlands á íslenskar matvörur til sjávarafurða er það mikið högg fyrir Vestmannaeyjar sem eru stærstar í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski, makríl, síld og loðnu. Ísfélagið er með yfir 20% af aflaheimildum í þessum tegundum og með hlut Vinnslustöðvarinnar og Hugins eru það yfir 30% af heildinni sem Eyjamenn hafa yfir að ráða.
�?etta mun hafa áhrif á útgerðir, sjómenn, starfsfólks í landi og bæjarfélagið allt. �?etta gæti líka breytt ráðstöfun aflans að því er kemur fram í tilkynningu frá HB Granda. �??�?að blasir því við að muni innflutningsbann Rússlands ná til innfluttra sjávarafurða frá Íslandi mun töluverður hluti þess afla félagsins sem unninn er í frystar afurðir á Rússlandsmarkað verða unnin í mjöl og lýsi. Við það mun vinna við aflann minnka og störfum við vinnsluna fækka svo um munar auk þess sem verðmæti aflans mun lækka töluvert,�?? segir í tilkynningunni.