Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen fluttu fyrr á þessu ári til Noregs en Baldvin hafði verið atvinnulaus í Eyjum í nokkurn tíma. Hann fékk hins vegar góða stöðu hjá fyrirtæki í Álasundi og því flutti fjölskyldan út. Aldís hefur ekki legið með hendur í skauti því hún heldur þessa dagana sína fyrstu myndlistasýningu í Noregi.