�??�?að var svo sem ekkert tjón á sjálfum turninum en tæki inn í honum skemmdust, tölvur og ráderar og annað slíkt,�?? segir Ingibergur Einarsson rekstrarstjóri flugvallarins í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjafréttir í dag.
Á 30 ára ferli sínum segist Ingibergur aldrei hafa upplifað aðrar eins skemmdir en eldingu sló niður bæði utan í turninn sjálfan sem og mastur í Sæfellinu sem varð til þess að rafmagnstafla þar skemmdist. �??�?að voru ljós og annað sem datt út á flugbrautinni sem gerði það að verkum að erfiðara reyndist að lenda vél en venjulega og vona ég að megnið af því komi inn í dag ef ekki allt saman. Rafvirkjar hjá isavia hafa verið duglegir að koma þessu inn og hefur gengið vel, hvort þeir klára í kvöld veit ég ekki, þeir fara allavega langt með það,�?? segir Ingibergur að lokum.