Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sagðist vera afar sáttur við þessa niðurstöðu enda væri búið að verja miklum tíma í umræður um málið innan skólans. �?ví væri ekkert því til fyrirstöðu að taka ákvörðun.
�?egar hann var spurður hvort kennarar væru sáttir við þessa niðurstöðu sagði hann þá tilbúna til að vinna skólanum heilt og nú væri búið að taka þessa ákvörðun. Nú væri mikilvægt að skólafólk, pólitískir fulltúrar, foreldar, forráðamenn og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta stæðu saman um þessa ákvörðun.
Bréf til foreldra
Foreldrum barna í Grunnskóla Vestmannaeyja var sent bréf um málið sem lesa má hér að neðan:
Ágætu foreldrar!
Á skólamálaráðsfundi í gær, þriðjudag 13. febrúar 2007, var eftirfarandi tillaga að framtíðarskipulagi grunnskólamála í Vestmannaeyjum samþykkt:
Skólamálaráð samþykkir að nú þegar verði hafist handa við að undirbúa aldursskiptingu Grunnskóla Vestmannaeyja og skal að því stefnt að slík nýskipan komi til framkvæmda við upphaf skólaársins 2007 �? 2008.
Við framkvæmd tillögunnar er gert ráð fyrir eftirfarandi:
1. Enginn starfsmaður missir vinnuna vegna þessara breytinga. Komi til þess að stöðugildum fækki verða viðkomandi starfsmönnum boðin sambærileg störf hjá Vestmannaeyjabæ. �?etta merkir vissulega að fjárhagsleg hagræðing kemur til á lengri tíma en er farsælla fyrir alla aðila.
2. �?jónusta við nemendur og fjölskyldur þeirra verður aukin. Stefnt er að því að á næstu árum verði stóraukin þjónusta svo sem vegna matarmála, félagsaðstöðu nemenda, vinnuaðstöðu kennara og fleira.
3. Reynt verður að framkvæma allar breytingar þannig að þær hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir nemendur.
4. Ferlimál fatlaðra verða bætt til mikilla muna.
5. Bæjaryfirvöld leggja ekki upp með fullmótaðar og útfærðar loka niðurstöður heldur hyggjast fela fagfólki, í samráði við nemendur og forráðamenn þeirra, að innleiða breytinguna.
Jafnframt var samþykkt að setja saman stýrihóp til að vinna að framkvæmd ákvörðunarinnar auk þess sem honum er ætlað að hafa tillögur kennara um lífsleiknibraut fyrir nemendur í 9. og 10. bekk til hliðsjónar. Tveir fulltrúar foreldra munu verða skipaðir í stýrihópinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst