Á fundi bæjarráðs í dag var fjallað um stöðuna sem upp er komin í samgöngumálum en nú síðast var ferðum Herjólfs fækkað um tvær ferðir á viku og gjaldskrá ferjunnar var hækkuð. Í fundargerð bæjarráðs eru talin upp niðurskurðaraðgerðir ríkisins gagnvart Vestmannaeyingum og þætti mörgum nóg um. „Algert skilningsleysi er gagnvart þeirri staðreynd að Vestmannaeyjar eru annar stærsti þéttbýliskjarni á landinu utan suðvesturhorns landsins,“ segir í fundargerð bæjarráðs.