Umræðan í kringum kynferðisbrot hefur verið hávær á seinustu vikum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um slík brot á útihátíðum og síst er það eitthvað til að kveinka sér undan, svo fremi sem slíkt sé gert á málefnalegan máta. �?au 2,1% brota sem þar voru framin (tölur úr skýrslu sem Hildur Fjóla Antonsdóttir og �?orbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir unnu um tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009) eru alveg jafn alvarleg og hin 97,9% brotanna,
�?málefnaleg en af góðum hug
Jafnvel þeir sem lengst hafa gengið í því sem ég tel ómálefnanleg skrif, hafa nánast undantekninga laust gert það af góðum hug. �?eir hafa áhyggjur af kynferðisofbeldi. Við höfum það öll.
Fórnalömb sem þjást
Kynferðisofbeldi er einfaldlega of algengt hér á landi og allra leiða þarf að leita til að takast á við vandann. Við getum ekki verið sátt við þá staðreynd að tíðni kærðra nauðgana hér á Íslandi sé að meðaltali 23,6 á ári, á árunum 2003 til 2009. �?að er viðurstyggilegt. �?að bætir á viðurstyggðina að vita að mjög margar nauðganir eru aldrei kærðar. Á bak við þessar tölur eru fórnarlömb sem mörg hver bera þess aldrei bætur. Áhrifin ná oftar en ekki til langtum fleiri en fórnarlambsins. Börn, maki, foreldrar, systkini, vinir og svo margir fleiri þjást með.
Nauðgun tengist samfélagsgerð
Nauðgun er samfélagslegt mein. �?ær eru misalgengar eftir samfélagsgerðum
�?ryggi á að vera skilyrðislaust
�?g er sannfærður um að allir þeir sem hafa tjáð sig um nauðganir séu sammála um að við sem þjóð hvorki viljum né ætlum að sætta okkur við þetta. Við viljum breytingar. Við viljum að konur geti verið öruggar á öllum stöðum, allstaðar. Við viljum að konur geti verið öruggar á þjóðhátíð, á heimilum, á heimavistum, í húsasundum og hvar sem er. �?ryggi kvenna á ekki að vera tengt því hvar þær eru, hverju þær klæðast, hvort þær eru drukknar, við hverja þær hafa talað eða hvað þær hafa sagt. �?ryggi þeirra á að vera skilyrðislaust.
Fólk vill vel
�?g trúi því að Árni Snævarr, Páley Borgþórsdóttir, Jakob Bjarnar, Páll Magnússon, Guðrún Jónsdóttir, �?mar Garðarsson, Tolli, og allir aðrir sem tekið hafa þátt í umræðunni seinustu daga eigi það sammerkt að vera ósátt við tíðni nauðgana á Íslandi og það skýri orð þeirra og gjörðir. Annað séu umbúðir um góðan vilja og ólíkir áherslupunktar. �?ar við bætist í einstaka tilvikum pólitík -í víðasta skilningi þess hugtaks- og persónulegar deilur. Engu að síður skipta persónur og leikendur ekki máli og það er til lítils að gera andstæðinga úr þeim sem í raun eru samherjar. �?að er gryfja sem ég hef oft fallið í en vil ekki gera þegar málið snýst um jafn alvarlegan glæp og nauðganir.
�?g trúi því einlæglega að með samtilltu átaki sé hægt að draga úr tíðni kynferðislegs ofbeldis.