Samantekt um tillögur, hugmyndir og sjónarmið sem bárust í verkefninu Verum hagsýn í rekstri ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt. Alls bárust 3.985 umsagnir sem er metfjöldi og um 0,7% þjóðarinnar tók þátt í samráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Langflestar umsagnir bárust frá einstaklingum en rúmlega 60 bárust frá félagasamtökum og fyrirtækjum. Þá komu tæplega 68 prósent umsagna frá körlum en rúmlega 32 prósent frá konum. Í mörgum umsögnum eru settar fram margar tillögur en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er alls um tíu þúsund tillögur að finna í umsögnunum, margar eins eða af mjög svipuðum toga.
Umsagnirnar eru afar fjölbreyttar að efni. Í ljósi mikils fjölda var stuðst við gervigreindarhugbúnað til að aðstoða við að greina og flokka umsagnir en einnig var farið sérstaklega yfir efni hverrar einustu umsagnar.
Samkvæmt greiningu á tillögunum má skipta þeim í ellefu meginþemu:
Hagræðingarhópur sem forsætisráðherra skipaði á dögunum mun vinna að nánari greiningu á umsögnunum sem bárust í samráðsgátt og nýta þær í tillögum sínum um hagræðingu og umbætur í ríkisrekstri sem verða kynntar í lok febrúar. Einnig mun hópurinn nýta tillögur sem berast frá forstöðumönnum hjá ríkinu og frá ráðuneytum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst