�??Við erum að vinna á fullu við að undirbúa viðgerðina og meta hvaða leiðir eru færar til að gera við strenginn, erum m.a. búin að vera að vinna með sérfræðingum frá NKT framleiðendum strengsins, ásamt sérfræðingum á ýmsum sviðum s.s. kafara, verðurfræðingi og strengmælingarmönnum,�?? segir Steinunn �?orsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets um stöðuna vegna bilunar í Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í byrjun síðasta mánaðar.
�??Verið er að skoða hvaða leið verður farin og ganga frá komu viðgerðaskips til landsins. Viðgerðin er mjög krefjandi og mikilvægt að vanda vel til í öllum undirbúningi. Allt er gert til þess að flýta viðgerð en það hefur komið í ljós að undirbúningsferlið er tímafrekara heldur en við fyrst ætluðum. Við vonumst til að geta hafið viðgerðina í byrjun júní.�??
Vestmannaeyjastrengur 3 er nýjasti rafmagnsstrengurinn til Eyja. Á meðan er hitaveitan keyrð með olíu með tilheyrandi kostnaði.