ÍBV verður á morgun í harðri baráttu við Fram, HK og Fylki um að halda sæti sínu í Bestu deild karla. Sigur á HK á útivelli um síðustu helgi, 0:1 gaf Eyjamönnum líflínu. Keflavík, sem mætir á Hásteinsvöll á morgun er fallið en er sýnd veiði en ekki gefin. Sigur á laugardaginn er skilyrði ætli ÍBV að halda sæti sínu í Bestu deildinni. Auk þess verða Eyjamenn að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum lokaumferðarinnar til að eiga möguleika.
Fram stendur best liðanna með 27 stig og tólf mörk í mínus. HK er einnig með 27 stig og þrettán mörk í mínus, Fylkir 26 stig og 16 mörk í mínus og ÍBV með 24 og 19 mörk í mínus. Fylkir og Fram mætast í lokaumferðinni og HK og KA. Möguleikar ÍBV eru nokkrir og spennan á botninum mikil. Það er bara að fjölmenna á Hásteinsvöll á laugardaginn og vona að fótboltaguðinn verði á okkar bandi.
Mynd Sigfús Gunnar. Hart tekist á í leik ÍBV og Keflavíkur á Hásteinsvelli í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst