ÍBV og Afturelding mætast í átta liða úrslitum Poweraid-bikarsins í handbolta í dag. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en í boði er sæti í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll. Fyrri leik liðana í vetur lauk með jafntefli og því má búast við hörku leik í dag.
ÍBV ætlar að standa fyrir upphitun fyrir leik. Boðið verður upp á léttar veitingar í fundarherberginu í íþróttamiðstöðinni og opnar húsið klukkan 12:30. Flautað verður til leiks klukkan 13:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst